fimmtudagur, janúar 22, 2009

Mér finnst stundum...

...eins og ég eigi að vera að gera eitthvað. Eitthvað göfugt. Eitthvað sem er ekki svona veraldlegt og leiðinlegt.
Eins og að selja allt dótið mitt og finna gúrú á Indlandi og hugleiða þangað til ég kemst til himnaríkis án þess að deyja.
Eða selja allt dótið mitt og ferðast um allan heiminn til þess að eins að skoða fólk og tala við fólk. Taka mögulega af því myndir.

Verður þetta alltaf svona? Vakna, fara til vinnu í átta klukkutíma, elda, horfa á sjónvarp eða hanga í tölvunni og fara svo að sofa? Ef ég fer í nám. Þá væntanlega myndi ég klára það og þetta tæki svo við. Færi ég á námskeið... alveg það sama.

Hljómar kannski þunglyndislega en ég er það alls ekki. Er bara að velta því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað meira þarna. Eitthvað sem hægt er að gera til þess að bæta mitt eigið líf og mögulega einhverra annara í leiðinni?
Eða á maður að reyna að græða sem mest til þess að eiga sem mest? Svo ég geti montað mig við hina sem minna eiga? Leggja áherslu á að vera í hrikalega góðu formi, og alltaf óaðfinnanlega snyrt svo engin taki eftir því hvað ég er rotin að innan?

Er kannski einhver millivegur þarna? Sjálfboðastarf? Stuðningsforeldri?
Mér finnst allavega að ég verði að gera eitthvað. Eitthvað sem gefur af sér annað en bara peninga.
Ég á alveg milljón áhugamál. Það vantar ekki. Ég les, mála og teikna, skrifa, tek ljósmyndir... alveg fullt að gera svosem...

Well... þetta kemur bara í ljós líklega...

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Kannski ég byrji aftur

...að blogga hér. Það er ekki lengur vært á mbl.is blogginu. Þar er bara óþjóðalýður og fýlupúkar. Sem ég er klárlega hvorugt.

Er hinsvegar ansi rónaleg og úfin, það verður ekki tekið af mér. Búin að hanga í rúminu í tvo daga í ælupestar-móki. Hef hinsvegar hugsað mér að mæta til vinnu á morgun, hugsa að einn dagur í viðbót heima ræni mig því litla sem ég á eftir af geðheilsunni.

En tell me... hvor er meira hot? :

Þessi díva hér:Eða þessi hér? :

miðvikudagur, mars 21, 2007

Er hætt með þetta blogg...

...og farin hingað. Þetta kerfi er of mikið vesen.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Árshátíð og afmæli

Fór á árshátíð Byko/Elko í gærkvöldi. Alveg ofsalega fínt en maturinn var vægast sagt ógeðslegur. "Note to self: Aldrei fara aftur svöng í mat á Broadway!"
Hvað foi gras eða hvernig sem það er nú skrifað, er ógeðslega vont. Kannski tókst þeim að klúðra þessu en þetta er ofmetnasti matur veraldar ásamt ostrum. *Gubb*
Ég, íslenskur sveitaalmúginn, kunni allavega ekki að meta þetta.

Maðurinn minn á afmæli í dag, sem þýðir að við vorum stödd á árshátíðinni þegar afmælisdagurinn gekk í garð. Við Gaui, vinnufélagi mannsins míns, fengum Papana til þess að syngja afmælisönginn fyrir heiðursmanninn sem varð svo stoltur að hann steig upp á stól og hneigði sig (það er ekki nóg að vera 207 cm á hæð, hann varð að sjást aðeins betur) :D

Héldum svo famelí afmælisveislu í dag, svona gamaldags með kökum og dóti. Alveg dásamlegt!
Er alveg búin á því eftir þennan sólarhring, langar að sofa þangað til ég á að mæta til vinnu á morgun. Ahh...

föstudagur, febrúar 02, 2007

Stærðfræðifælni

Ég þjáist af stærðfræðifælni og tölublindu (vil ég halda fram) Er gjörn á að snúa við tölum, er sein að hugsa, kann ekki margföldunartöfluna utanað og finnst algebra það hræðilegasta það sem ég veit.
Það er ástæðan fyrir því að ég féll á samræmdu í gamladaga og hef ekki stúdentspróf (get víst ekki fengið skírteinið án þess að taka stærðfræði)
Ég dúxa ef ég sleppi stærðfræðinni. Get lesið eins og herforingi og skrifað að sama skapi. Tungumál, ritgerðir, saga... allt annað en stærðfræði get ég lært, svo...

...Ég keypti mér stærðfræðibók í dag. Fyrir Idjóta. Segi það og skrifa. Fyrsti kaflinn er þá s.s samlagning, frádráttur, margföldun og deiling. Það er mikið og stórt skref fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn í garð stærðfræðinnar.
Ég er ekkert að taka neitt í skóla, heldur að dunda mér að reikna svo ég geti nú mögulega lagt þessa fælni til hliðar að eilífu. Taka þann pól í hæðina að gera þetta að "áhugamáli". Reyna að hafa þetta "skemmtilegt". Má til með að reyna.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ýmsar fréttir

Er dottin ofan í alluc.org. Mjög svo girnileg síða sem inniheldur flesta bestu sjónvarpsþætti veraldar. Dásamlegt. Er einmitt að horfa á CSI 7. seríu þessa dagana. Ferlegt að þurfa að mæta til vinnu á svoleiðist stundum, meira vesenið.

Erum með eitt fermingardýr í pössun, einkunnarorð sólarhringsins eru þá s.s "tölvuleikur, ógisslakúl, nei-ég-borða-ekki þetta og glætan"


Hef loksins fengið mér slopp og inniskó og er ég eins og kven útgáfan af Hugh Hefner, amk 14 tíma á dag.

Svo hefur sá fáheyrði atburður gerst að þvottakarfan er tóm. Og ég hef ekki ennþá farið í öll fötin sem ég keypti úti. Ferlegt.
Fer samt aftur út í Maí. Hef engu lofað um hvort eitthvað verði farið í búðir. En þar sem ég þekki mig þetta vel, á ég eftir að titra af spenningi um leið og ég labba Torgalmenningen eða Bergen Storsenter.

Svo af því að ég var svo dugleg að eyða í Danmörku þá sá Íslensk Getspá sér fært um að millifæra á okkur hjónin, hundraðþúsundkall. Já það borgaði sig svo sannarlega að hætta ekki að spila í lottóinu (Sem ég reyndar hafði ætlað að kannsela í langan tíma, maður vinnur aldrei neitt...)

sunnudagur, janúar 21, 2007

Bara sæt...

...og margt skeð. Eða þannig.

*Skipti um vinnu innan fyrirtækisins, aftur
*Verið full
*Eytt 200 þúsund kalli á 2 dögum í útlöndum
*Ekki hætt að reykja
*Gamalt ár fór og nýtt kom
*Er orðin mjó
*Las bók
*Er að sama skapi orðin töff
*Er með klippingu eins og Vigtoría Bekkham
*Uppgötvaði nýjar hljómsveitir
*Er búin að bæta 7 glossum í safnið
*Og nokkrum skóm
*Eignaðist vinkonu


Mitt líf í hnotskurn núna er bara að vera sæt. Ég er í fullu starfi við að vera sæt. Og fyndin.